Fyrirtækið Gira

Gira var stofnað árið 1905 og er í dag leiðandi framleiðandi á sviði raftækni á heimsvísu. Framsækin tækni og sveigjanlegar lausnir ásamt hönnun í hæsta gæðaflokki – fyrir það standa snjöllu hússtjórnunarkerfin frá Gira: Sjálfvirk ljósastýring, tímastilling á hitastigi, þægilegt dyrasímakerfi, samþætting við öryggiskerfi og fjöldi annarra eiginleika stuðla að auknum þægindum, öryggi og hagkvæmni.

Í Radevormwald starfa um 1200 manns við framleiðslu á rofum, tenglum og íhlutum fyrir snjöll hússtjórnunarkerfi, meðal annars tækjum fyrir KNX/EIB-kerfið. Í hönnunarlínum Gira rennur ný tækni sífellt saman við innlagnaefni og verður þannig hluti af Gira rofalínunum. Þar á meðal eru samskiptatengi og innfellt útvarp sem og Gira dyrasímakerfið og Gira 834

Plus kallkerfið fyrir sjúkrahús, dvalarheimili og læknastofur. Einnig er hægt að stjórna öllu hússtjórnunarkerfinu frá Gira í gegnum netið með iPhone, iPod touch og iPad. Hjá arkitektum stendur vörumerkið Gira fyrir nýsköpun, gæðavörur og verðlaunahönnun. Vörur frá Gira hafa til dæmis ítrekað hlotið verðlaunin iF product design award, red dot design award, Plus X Award og DESIGN PLUS.

Frá rofum til kerfislausna

Saga þýska fjölskyldufyrirtækisins Gira hófst árið 1903 þegar Richard Giersiepen þróaði sína eigin útfærslu af veltirofa sem var algengur í þá daga og sótti um einkaleyfi fyrir uppfinningu sinni. Tveimur árum síðar stofnaði hann fyrirtæki ásamt Gustav bróður sínum í því skyni að markaðssetja uppfinningu sína og annan búnað fyrir raflagnir húsa.

Þar með lögðu Giersiepen-bræður árið 1905 grunnsteininn að farsælum rekstri sem spannar meira en 100 ár og einkennist af samfelldri þróun frá því að framleiða rofa til þess að bjóða heildstæðar lausnir á sviði snjallra hússtjórnunarkerfa. Í dag heldur fjórða kynslóðin innan fjölskyldunnar um stjórnartaumana hjá Gira.
Saga fyrirtækisins

Gæði og nýsköpun

Allt frá upphafi hefur Gira lagt ríka áherslu á gæði – ekki eingöngu að því er varðar efnisval og frágang. Frá fyrstu einkaleyfisskráningunni til dagsins í dag hafa endurbætur og framþróun gegnt lykilhlutverki í vörulínu fyrirtækisins. Til marks um þetta er sá fjöldi nýjunga frá Gira sem hefur haft mótandi áhrif á markaðinn fyrir hústækni í meira en hundrað ár. Árið 1960 umbyltu barnabörn Gustav Giersiepen gervallri greininni þegar Gira kynnti til sögunnar einingaskipt kerfi fyrir rofa, hnappa og hlífar.

Á tíunda áratug síðustu aldar haslaði Gira sér völl á sviði hússtjórnunarkerfa, sem þá voru nýjung á markaðnum, og árið 2008 var merkum áfanga náð þegar fyrirtækið kynnti til sögunnar Gira viðmótið, aðgengilegt notendaviðmót fyrir Gira HomeServer sem lagar sig að mismunandi stjórntækjum á borð við Gira Control Client-stjórnstöðvar, iPhone, iPad, iPod touch og tölvur. Ári síðar hlaut Gira hin virtu Plus X Award verðlaun sem framsæknasta vörumerkið á sviði tækni fyrir íbúðarhúsnæði.

Framúrskarandi hönnun

Auk þess að gera strangar kröfur til gæða og notagildis hefur Gira lengi lagt ríka áherslu á hönnun. Um miðjan níunda áratug síðustu aldar kynnti Gira til sögunnar rofalínuna S-Color og var þá einn fyrsti framleiðandinn til að bjóða ramma í mismunandi litum. S-Color hlaut fjölda viðurkenninga fyrir hönnun og skipar enn fastan sess í vörulínu fyrirtækisins. Rofalínurnar sem fylgdu í kjölfarið hafa einnig reglulega hlotið alþjóðleg hönnunarverðlaun á borð við red dot design award og iF Product Design Award.

En hönnun Gira einkennist ekki eingöngu af samhljómi efnis, litar og lögunar. Með því að samþætta Gira rofalínurnar við framsækna tækni á borð við dyrasímabúnað, hljóðkerfi og stjórnbúnað fyrir hússtjórnunarkerfi setur Gira einnig ný viðmið að því er varðar heildræna nálgun í vöruhönnun.

Samfélagsmiðlar: Gira á vefnum

Fylgstu með Gira á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum og fáðu nýjustu upplýsingar um kaupstefnur, sýningar, viðburði og annað sem tengist fyrirtækinu og framleiðsluvörum þess. Veldu þinn miðil: Gira er að sjálfsögðu að finna á Facebook, stærsta netsamfélagi heims með yfir einn milljarð notenda. Á Twitter birtum við nýjustu fréttir, upplýsingar og atvinnuauglýsingar. Á Google+ er svo einnig að finna nýjustu upplýsingar um vörur, fyrirtækið og bransann. §

Og sem vinnuveitandi birtir Gira upplýsingar um laus störf og starfslýsingar að sjálfsögðu einnig á Xing og LinkedIn. YouTube er einnig notað sem miðill fyrir kynningar- og auglýsingamyndbönd.

Gira á Facebook
Gira á Twitter
Gira á Google+
Gira á YouTube

Fyrirtækið

TOP