Gira dyrasímakerfið gerir tæknina einfaldari í notkun. Með tveggja víra Bus-tækni og því að einn maður geti séð um að koma búnaðinum í gang er lítið mál að setja kerfið upp án þess að leggja raflagnir við endurbætur húsa og að grunnstilla kerfið án þess að allir íbúar séu á staðnum. Í Gira dyrasímakerfinu er einnig hægt að setja upp búnað með myndeiginleikum í allt að 28 íbúðareiningum.

Auk þess samþætti Gira dyrasímakerfið við rofalínurnar. Gira innistöðvarnar fást í mörgum útfærslum og hægt er að setja saman mismunandi liti við fjölbreytt úrval ramma.
Kerfi

Gira innistöðvarnar eru notaðar sem tal- og stjórneiningar í íbúðum fyrir samskipti við útistöðvar. Gira býður bæði upp á tæki með einingaskiptu kerfi og foruppsettar stöðvar á borð við VideoTerminal.
Meira

Útistöðvarnar eru notaðar sem tal- og stjórneiningar utandyra. Gira býður upp á útfærslur fyrir bæði innfellda og utanáliggjandi uppsetningu auk þess sem einnig er hægt að setja stöðvarnar upp í Gira tenglasúlum.
Meira

Aðgangur með talnakóða, fingrafari eða korti: Í Gira dyrasímakerfinu er hægt að nota Keyless In-vörur frá Gira, t.d. talnalás, fingrafaralesara og nándarskynjara.
Meira

Þungamiðja dyrasímakerfisins eru stýrieiningarnar. Þær gegna því grunnhlutverki að sjá kerfinu fyrir afli og stýra því.
Meira

Auk þess að bjóða upp á tæknibúnað í fremsta gæðaflokki leggur Gira ríka áherslu á vöruhönnun. Vörurnar okkar verða til í náinni samvinnu hönnunarteyma jafnt innan fyrirtækisins sem utan og hafa hlotið fjölda viðurkenninga fyrir óvenjulega og aðgengilega hönnun.
Meira

Dyrasímakerfi

TOP