Með Gira design configurator má tengja saman fjölbreytt úrval af römmum úr Gira rofalínunum við mismunandi búnað frá Gira, allt eftir óskum notandans. Um er að ræða tíu rofalínur, meira en fimmtíu útfærslur á römmum, fjölda grunneininga og ótal möguleika í lita- og efnisvali.  Auk ljósarofa og tengla stendur líka til boða að setja upp snjallar lausnir á borð við Gira snertiskynjara 3 og utanáliggjandi Gira innistöð með mynd. 

Hægt er að nota Gira design configurator á netinu og forritið fæst án endurgjalds fyrir iPhone og iPad. Fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem nota önnur stýrikerfi er fínstillt vefútgáfa í boði.
Meira

Gira Standard 55 stendur fyrir gæði og mikið úrval fyrir grunneiginleika raflagna. Hún nær yfir meira en 300 mismunandi gerðir búnaðar fyrir þægilegri, öruggari og hagkvæmari raflagnakerfi, í
þremur mismunandi litum.
Meira

Í rofalínunni Gira E2 fara saman naumhyggja í hönnun, efnisval með notagildi í fyrirrúmi og snjallar tæknilausnir: Hún er fáanleg í fjórum litum.
Meira

Helstu eiginleikar Gira Event rofalínunnar eru fjölbreytilegt litavalið og einstök rúnuð lögun rammans. Litir á borð við grænan, svarfjólubláan, gulbrúnan og sterkbláan skapa óvenjulega hönnunarmöguleika innanhúss.
Meira

Gira Esprit rofalínan fæst í fjölbreytilegu úrvali efna. Hér fara saman skýrar línur rammanna og sérvaldir yfirborðsfletir úr viði, glansandi gleri,
mismunandi útfærslum af áli eða úr gullgljáandi eða krómglanspóleruðum málmi.
Meira

Með fáguðu yfirborði og ávölum línum setur Gira ClassiX rofalínan ný viðmið um vandaða, nútímalega innanhússhönnun með klassísku yfirbragði.
Meira

Rofalínuna Gira E22 má bæði setja upp innfellda í vegg auk þess sem hægt er að setja 3 mm rammana flata á vegginn. Gira E22-línan er fáanleg úr eðalstáli, áli og hitaþolnu plasti [mjallhvítt glansandi].
Meira

Í Gira F100-rofanum fara saman látlaus og tímalaus glæsileiki og áberandi stærðarhlutföll. Rammarnir eru fáanlegir í fimm mismunandi hönnunarútfærslum. Til viðbótar við hinar
sígildu útfærslur í glansandi mjallhvítu og kremhvítu bjóða litirnir króm, messing og silfurgrátt upp á frekari möguleika fyrir innanhússhönnun þar sem gerðar eru meiri kröfur.
Meira

Gira Eðalstál er glæsileg rofalína sem kemur í tveimur mismunandi línum: línu 20 og línu 21. Báðar línurnar eru úr eðalstáli og með silkimattri áferð. Úrvalið tekur til allra helstu eiginleika fyrir nútíma hússtjórnunarkerfi.
Meira

Gira TX_44 rofalínan hentar einstaklega vel til notkunar utandyra eða í votrými, en kemur einnig vel út í innanhússhönnun.
Meira

Gira S-Color er sígild hönnunarlína frá Gira sem einkennist af ávalri lögun tengils og rofavippu. Allir rammar og grunneiningar í rofalínunni fást í fimm mismunandi litum: mjallhvítum, gráum, svörtum, bláum og rauðum.
Meira

Auk þess að bjóða upp á tæknibúnað í fremsta gæðaflokki leggur Gira ríka áherslu á vöruhönnun. Vörurnar okkar verða til í náinni samvinnu hönnunarteyma jafnt innan fyrirtækisins sem utan og hafa hlotið fjölda viðurkenninga fyrir óvenjulega og aðgengilega hönnun.
Meira

Rofalínur

TOP