Samskiptaupplýsingar

Umboðsaðili á Íslandi

S. Guðjónsson ehf.
Smiðjuvegi 3
Pósthólf 164
200 Kópavogi
Sími: 520 4500
Fax: 520 4501
www.sg.is
sg@sg.is
Sýna heimilisfang á Google Maps

 

Saga S. Guðjónssonar ehf. nær aftur til ársins 1958 þegar stofnandi fyrirtækisins, Sigurður R. Guðjónsson, hóf starfsemi sem rafverktaki. Nýja fyrirtækið var staðsett í Kópavogi sem á þeim tíma var bær í örum vexti, miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, og er nú annað stærsta bæjarfélag landsins. S. Guðjónsson jók brátt umsvif sín og árið 1967 hafði fyrirtækið þróast í innflutningsfyrirtæki og heildsölu sem sérhæfði sig í ljósabúnaði. Árið 1984 stækkaði fyrirtækið enn frekar með sölu á rafbúnaði og síðar á háspennurafmagnsíhlutum og staðarnetsbúnaði (LAN). Árið 1993 gerðist fyrirtækið einkaumboðsaðili GIRA á Íslandi.

Fyrirtækið var keypt árið 2006 af AKSO ehf., eignarhaldsfélagi í eigu Boga Þórs Siguroddssonar og fjölskyldu hans. Í dag er S. Guðjónsson traustur og mikilsmetinn hluti af fyrirtækjum AKSO sem öll hafa sterka fótfestu á byggingavörumarkaðinum og í rafiðnaði á Íslandi.

Á síðustu árum hefur S. Guðjónsson unnið í nánu samstarfi við virtar arkitekta- og ráðgjafaverkfræðistofur að nokkrum metnaðarfyllstu byggingaverkefnum landsins á þessum áratug. Þeirra á meðal eru Hæstiréttur Íslands, Listasafn Íslands og Þjóðarbókhlaðan, þar sem lýsing skiptir að sjálfsögðu miklu máli. Lausnir á verkefnum þurfa að taka mið af fyrirhuguðum tilgangi þeirra, hönnun og stærð. Þetta þekkir S. Guðjónsson ehf. og leggur metnað sinn í að bjóða fyrirtækjum jafnt sem einstaklingum upp á lausnir sem henta.

S. Guðjónsson ehf. er enn á sínum stað, miðsvæðis í Kópavogi, þar sem meira en helmingur þjóðarinnar hefur auðveldan aðgang að fyrirtækinu. Hjá fyrirtækinu starfa nú 12 starfsmenn og húsnæðið er 1.300 m2 að stærð.

Gira, Þýskaland

Gira
Giersiepen GmbH & Co. KG
Dahlienstraße
42477 Radevormwald
Þýskaland
Sími: +49(0)2195 602-0
Fax: +49(0)2195 602-191
info@gira.de
www.gira.de
Sýna heimilisfang á Google Maps

Umboðsaðilar um allan heim

TOP