Nýjungar frá Gira

Á þessari síðu er að finna samantekt á helstu nýjungum í vörulínu Gira sem og yfirlit yfir strauma og stefnur á hinum ýmsu sviðum hússtjórnunarkerfa.

Gira System 106

Sjáðu hver er við dyrnar – með Gira System 106. Vönduð hönnun í anda naumhyggju, harðgerð efni og nýjasta taekni í fyrirferðarlítilli umgjörð sjá fyrir þaegindum, öryggi og glaesilegu útliti við dyrnar. Kerfið er einingaskipt og býður þannig upp á mikinn sveigjanleika í uppsetningu og haegt er að breyta því eða baeta við það eftir þörfum.

Gira System 3000 gardínustýring

Nýju vörurnar fyrir Gira System 3000 gardínustýringuna einkennast af aðgengilegu viðmóti og einföldum merkingum á hnöppum. Takmörkun við þrenns konar stjórnlok einfaldar úrvalið til muna. Meira að segja einfalda lokið fyrir handvirka stýringu getur vistað sérstillingu fyrir stöðu gluggatjalda. Aðeins þarf að ýta á hnapp á stjórnlokinu Memory til að stilla hvenaer draga á frá og fyrir á hverjum degi auk þess sem það býður upp á vörn gegn því að lokast úti. Skarpur, upplýstur skjárinn og naemur snertiflöturinn á klukkueiningunni Display gera stjórnun gluggatjalda og hlera lauflétta. Tímastillingar eftir þörfum og sólargangsvirkni auka enn frekar á þaegindin.

Gira E2 eðalstál og flöt uppsetning

Stílhrein hönnun rofalínunnar Gira E2 nýtur sín vel á veggnum. Nýir rammar og grunneiningar úr eðalstáli munu héðan í frá auka við línuna System 55 með þessu sígilda efni úr heimi innanhússhönnunar. Auk hefðbundinnar uppsetningar í vegg býður Gira E2 nú einnig upp á þann möguleika að setja rofalínuna upp ­3 mm flata á vegg í öllum útfaerslum.

Gira G1

Fyrirferðarlítil, öflug og fjölhæf: Gira G1 er snjöll stjórnstöð fyrir hússtjórnunarkerfið. Til að kveikja, slökkva og deyfa ljós, draga gluggatjöld upp og niður eða stilla hitastig í herbergi: Með snertingu eða bendingu – til dæmis með því að strjúka yfir skjáinn eða leggja höndina á hann – er hægt að stjórna öllum aðgerðum á 480 × 800 pixla Multitouch-skjánum á þægilegan hátt. Með aðgengilegu og notendavænu Gira viðmótinu verður einnig leikur einn að stilla tímastýrðar aðgerðir eða breyta stillingum fyrir senur. Einnig er hægt að setja Gira G1 upp sem innistöð ef notuð er IP-gátt dyrasímakerfis.

Gira X1

Sjáðu hver er heima, kveiktu og slökktu ljós eða stilltu á þægilegt hitastig – hvort sem þú ert heima eða á ferðinni. Nýja Gira X1 býður upp á sjónræna framsetningu upplýsinga og sjálfstýringu fyrir einbýlishús. Fyrirferðarlítill búnaðurinn er settur upp á DIN-skinnu á fljótlegan hátt. Einföld og fljótleg hönnun með „Drag & Drop“ flýtir fyrir uppsetningu. Rökhermun í Gira Project Assistant auðveldar prófun á sérsniðnum sjálfstýringarlausnum. Þar er kominn grunnurinn að hagkvæmri framkvæmd verksins.

Gira E3

Rofalínan Gira E3 einkennist af nýjum formum og sérstæðu litavali sem kallar fram hughrif samhljóms og slökunar. Stuðst var við NCS-litakerfið (www.ncscolour.com) til að þróa sérstakt úrval hlýrra grá- og brúntóna. Mjúkar útlínurnar og mjúkt yfirborð hlífðarrammanna gefa hússtjórnunarkerfinu í senn nútímalegt og hlýlegt yfirbragð. Með því að blanda burðarrömmum og grunneiningum í steingráum eða mjallhvítum lit saman við ýmis konar hlífðarramma má útfæra hönnunina á ótal vegu.


Gira Control 19 Client 2

Gira Control 19 Client 2, tölva með snertiskjá til að stjórna uppsetningu KNX með Gira HomeServer eða FacilityServer, er nú búin vélbúnaði sem hefur verið endurskoðaður frá grunni: Vegna framþróunar í tölvutækni standa nú til boða íhlutir, allt frá skjánum til móðurborðsins og aflgjafans, sem gegna hlutverki sínu á áreiðanlegri hátt og nota minni orku. Hámarksorkuþörf hefur minnkað úr 39 W niður í 24 W og í biðstöðu úr 5 W niður í aðeins 1,1 W. Minna orkutap skilar sér í minni varma og þannig í aukinni endingu.

Gira KNX RF

Með Gira KNX RF er hvenær sem er hægt að auðvelda notkun hússtjórnunarkerfa í byggingum með KNX-kerfi á einfaldan hátt. "KNX RF" stendur fyrir "KNX Radio Frequency", þ.e. KNX með útvarpsbylgjum. Þannig er hægt að koma fyrir nýjum þráðlausum stjórnbúnaði fyrir ljós, gluggatjöld, senur og fleira með lítilli fyrirhöfn hvar sem er í húsinu – án hávaða og óþrifnaðar.

Gira KNX IP-beinir

Gira KNX IP-beinirinn tengir saman KNX-línur um gagnanet. Til þess notar hann KNXnet/IP-staðalinn og í nýjustu hugbúnaðarútgáfu 4 einnig örugga samskiptastaðalinn KNXnet/IP Secure. KNX-boð eru nú einnig send með dulkóðun milli stöðva um IP-net. KNXnet/IP Secure býður upp á sannvottun og dulkóðun boða sem KNX-tæki senda á IP-neti. Þannig er hægt að tryggja að ekki sé hægt að lesa eða eiga við KNX Tunneling- eða Routing-boð á IP-neti. KNXnet/IP Secure-tæknin gegnir hlutverki viðbótaröryggishjúps sem ver allan KNXnet/IP-gagnaflutning, t.d. þegar um er að ræða samnýttan tæknibúnað í byggingu.

Verður í boði: Þegar ETS 5.5 (Secure) er fáanlegt

Gira KNX-stýrimótor 3

Gira KNX-stýrimótor 3 er notaður til að stjórna hitastigi í herbergjum með kyndikerfum. Nota má hann með ofnum, geislaofnum, hringstreymisofnum, gólfhitakerfum o.fl. Stýrimótorinn er settur beint upp á ventiltengi (M30 × 1,5). Sérstök einkenni Gira KNX-stýrimótors 3 eru innbyggður skynjari fyrir herbergishita, snjöll tímatengd ventilskolun og aðrir þægilegir hugbúnaðareiginleikar.

 

Gira eNet

Gira eNet er nýtt þráðlaust tvístefnukerfi fyrir snjalla samtengingu og stjórnun húskerfa. Einfalt er að tengja ljós og gluggatjöld við senustillingar og stjórna þeim með ýmis konar stjórntækjum – einnig í gegnum netið ef Gira eNet-þjónn er til staðar. Einfalt er að setja eNet-kerfið upp og taka það í notkun. Hægt er að stilla staðlaða notkun með svokallaðri "Push-Button"-aðferð á tækjunum sjálfum. Hægt er að forrita flóknari notkun á fljótlegan, einfaldan og þægilegan hátt með tölvu og Gira eNet aðstoð. Nota má báðar aðferðir samhliða og þær eru hvor um sig að öllu leyti samhæfar.

Gira rökeining L1

Kveikt á ljósum í röð með biðtíma, tilteknar ljósasenur kallaðar beint fram með snertiskynjara, herbergishita stjórnað eða frekari rökaðgerðir búnar til: Með Gira rökeiningunni L1 er með lítilli fyrirhöfn hægt að bæta þægilegum sjálfvirknieiginleikum við KNX-kerfi einbýlishúsa og bygginga af svipaðri stærð.

Gira KNX-tvíundainngangur, sexfaldur og áttfaldur

Hægt er að tengja snertur af mismunandi gerðum við Gira KNX-tvíundainnganga í DIN-skinnuhúsi, t.d. rofa, hnappa, segultengi eða púlsútganga teljara. Rofaaðgerðum þeirra er umbreytt í KNX-boð. Er þá hægt að tengja inngangana við mismunandi aðgerðir, óháð hinum inngöngunum, eða loka fyrir þá. Stöðuljós gefa til kynna stöðuna á hverri rás fyrir sig.

Gira KNX-ljósdeyfiliðar

Með Gira KNX-ljósdeyfiliðum fyrir DIN-skinnur er hægt að stjórna birtustigi ljósa á þægilegan hátt – bæði til að laga lýsinguna að aðstæðum hverju sinni og til að spara orku, sjálfstýrt með KNX. KNX-ljósdeyfiliðar fyrir DIN-skinnur eru í flokkinum I04 og því enn fjölhæfari en áður, enda má bæði nota þá með dimmanlegum háspennuljósdíóðum og lágspennuljósdíóðum (með straumfestum). Möguleikinn á að mæla allt álag á ljósdíóður sjálfkrafa auðveldar uppsetningu til muna.

Gira ­jöfnunareining LED

Með Gira ­jöfnunareiningu LED er haegt að nota dimmanlegar háspennuljósdíóðuperur með Gira Universal- eða Gira Tronic-dimmerum. Það baetir ljósdeyfinguna og kemur í veg fyrir að dimmanlegar háspennu­ljósdíóðuperur flökti og logi áfram

Gira Project Assistant

Gira Project Assistant er aðgengilegt og notendavænt forrit með „Drag & Drop“ sem leiðir notandann í gegnum val á færibreytum í fjórum einföldum skrefum – bæði með eða án nettengingar.

ZigBee® Light Link

Snjall ljósabúnaður sem byggist á ZigBee® Light Link, eins og til dæmis Philips Hue eða Osram Lightify, nýtur mikilla vinsælda hjá notendum, einkum til að uppfæra eldra kerfi. Gira stjórntækin fyrir ZigBee® Light Link láta slíkan búnað falla fullkomlega að rofalínum Gira að því er varðar útlit og virkni.

Hönnunartól fyrir Gira dyrasímakerfi

Útfæra má Gira dyrasímakerfið á fjölmarga vegu, í mismunandi stærðum og gerðum: Allt frá einbýlishúsum og fjölbýlishúsum til heilu húsaraðanna. Allt frá einföldum kerfum með hljóði eða kerfum með myndavél til tengingar við KNX-kerfi eða tölvunet. Hönnunartólið fyrir Gira dyrasímakerfi er notendavænt vefforrit þar sem leikur einn er að útfæra kerfið eftir þörfum – fyrir húseigendur og umsjónarmenn fasteigna, sem og fyrir iðnaðarmenn og aðra fagaðila.

Gira Design Configurator með sýndarveruleika

Yfirsýn yfir allt kerfið: Með Gira Design Configurator má tengja saman fjölbreytt úrval ramma úr Gira rofalínunum við valinn búnað í mismunandi litum og úr mismunandi efni – nú með nýjum eiginleikum á borð við hina mögnuðu  sýndarveruleikastillingu sem notar myndavélina á snjallsímanum eða spjaldtölvunni til að sýna hvernig Gira rofalínurnar munu líta út á staðnum.

Meira

Gira lekastraumsvörn

Af lekastraumi stafar alvarleg, ósýnileg hætta sem getur reynst banvæn fyrir menn og dýr. Orsakir fyrir lekastraumi geta verið skemmdar leiðslur, biluð raftæki eða raki. Samkvæmt reglugerð skal lekastraumsvörn vera innbyggð í raflagnir nýbygginga. Í eldri húsum er hins vegar algengt að lekastraumsvörn sé ekki fyrir hendi. Með Gira innstungu með lekastraumsvörn og Gira rofa með lekastraumsvörn er hægt að bæta úr þessu á einfaldan og öruggan hátt. Innstungan og rofinn með lekastraumsvörn eru grunneiningar í Gira System 55 og er því hægt að nota þær með öllum samsvarandi römmum úr Gira rofalínunum.

Gira DALI-stjórntæki

DALI (Digital Addressable Lighting Interface) er staðall fyrir ljósastýringu sem er mikið notaður fyrir skrifstofur, verslanir, veitingastaði og hótel. Ásamt stýringu á birtustigi gegnir stýring á lithita sífellt mikilvægara hlutverki. Gira býður upp á DALI-spennudeila í mismunandi útfærslum sem gera kleift að deyfa og stjórna ljósum með DALI-tengi á þægilegan og notendavænan hátt. DALI-stjórntæki frá Gira eru sett upp í tengidós og með viðeigandi lokum og römmum falla þau fullkomlega að hönnunarlínu Gira.

Gira viðveru- og hreyfiskynjari 360° Kompakt

Gira viðveru- og hreyfiskynjarinn 360° Kompakt býður upp á fjölda möguleika fyrir sjálfstýringu ljósa. Viðveru- og hreyfiskynjarinn er fyrst og fremst ætlaður til að greina hreyfingar á nákvæman hátt en einnig er hægt að nota hann sem rökkurrofa. Eiginleikar á borð við breytilegan biðtíma eða því að líkt er eftir viðveru eru stilltir með innrauðri fjarstýringu. Skynjarinn er utanáliggjandi og því einfaldur og sveigjanlegur í uppsetningu.

Stjórntæki fyrir Revox Voxnet Multiuser-kerfi frá Gira

Revox Voxnet Multiuser-kerfið býður upp á framúrskarandi hljómgæði í öllu húsinu með einstakri, notendamiðaðri hönnun: Notandinn þarf aðeins að styðja á veggfesta stjórnborðið Voxnet 218 til að láta tónlistina fylgja sér úr einu herbergi í annað. Stjórnborðin falla vel að útliti Gira System 55 og hægt er að útfæra þau eftir óskum viðskiptavinar með áletrunarþjónustu Gira.

Gira AppShop

Á síðustu árum hefur Gira AppShop skipað sér fastan sess sem netverslun og vettvangur fyrir spennandi lausnir sem tengjast Gira HomeServer. Í dag eru meira en 200 forrit í boði í netversluninni, m.a. viðbætur, sniðmát fyrir eiginleika, rökeiningar og sýnishorn af verkum. Hingað til hafa fyrst og fremst kerfissérfræðingar haft aðgang að netversluninni. Nú hefur hins vegar verið opnað fyrir aðgang allra fagaðila á sviði rafiðna að Gira AppShop og er markmiðið með því að breikka notendahópinn enn frekar og opna þannig á nýja notkunarmöguleika fyrir Gira HomeServer: Með þessu móti mun Gira AppShop, sem á engan sinn líka í þessum geira, efla sérstöðu sína sem vettvangur fyrir fagaðila, þjónustu og markaðssetningu á sviði snjallra hússtjórnunarkerfa.

Meira

Áletrunarþjónusta Gira

Skýrar og stílhreinar áletranir á hnöppum, vippurofum, dyrabjöllum, Revox-stjórntækjum og ratljósum setja punktinn yfir i-ið á sérsniðnum frágangi innlagna með vörum úr Gira System 55. Með áletrunarþjónustu Gira á netinu geta viðskiptavinir látið útbúa áletranir eftir eigin höfði fyrir bæði glæra vippurofa og lakkaða vippurofa á málmgrunni, en í síðara tilvikinu er notast við háþróaða áletrunartækni með leysigeisla.

Meira

Vörur

TOP