Nýjungar frá Gira

Vöruúrval Gira er í stöðugri þróun og nú kynnir fyrirtaekið fjölda nýjunga fyrir snjöll hússtjórnunarkerfi. Í þessu yfirliti kynnir Gira helstu nýjungarnar.

Meira

Kerfi

KNX/EIB-kerfið

Snjallt hússtjórnunarkerfi: Fyrir þarfamiðaða notkun lýsingar og til húskyndingar, miðlæga stjórnun á ljósum, gluggatjöldum, loftræstingu, ljósasenum, orkusparnaði og fleira.
Meira

eNet kerfi

Nýja þráðlausa tvístefnukerfi fyrir snjalla samtengingu og stjórnun nútímaraflagna­. Með einföldum hætti er hægt að bæta við eiginleikum á borð við ljósa- og gardínustýringu og tengja þá saman.
Meira

Funk-Bus-kerfið

Einfalt að bæta við án óþrifnaðar eða hávaða: Með Gira Funk-Bus-kerfinu er einfalt að setja upp fjölbreytta og nútímalega stýrieiginleika og sjálfstýribúnað.
Meira

Dyrasímakerfi

Gira dyrasímakerfið býður upp á hugvitsamlegar lausnir innandyra jafnt sem utan: Með eða án myndar, lyklalaust aðgengi, notkun í farsímum og fleiri möguleikum.
Meira 

Gardínustýring

Gardínustýringin frá Gira býður upp á snjallan möguleika á daglegri tímastillingu þegar kemur að því að draga gluggahlera og gardínur upp og niður.
Meira

Vörur

Handvirk ljósastýring

Einfalt að kveikja og slökkva á ljósum: Grunneiningar fyrir Gira rofalínurnar og frekari aukabúnaður til að kveikja, slökkva og deyfa ljós.
Meira

Sjálfvirk ljósastýring

Kveikt. Slökkt. Alveg af sjálfu sér. Ljós sem kviknar á sjálfkrafa er bæði þægilegt í notkun og sparar orku. Hentar fyrir innganga, innkeyrslur, herbergi sem notuð eru í skamma stund, ganga og stigaganga.
Meira

Ljósdeyfing

Gira býður upp á mikið úrval stjórntækja, rofaliða, spennubreyta og fleiri tækja til að deyfa ljós.
Meira 

Díóðulýsing og ratlýsing

Gira býður upp á fjölbreytt úrval vara með ljósdíóðum og fylgihluta sem passa við Gira rofalínurnar. Með þeim er hægt að ná fram þeim ljóshrifum sem óskað er eftir og betri ratlýsingu.
Meira

Stýring fyrir loftræstingu og kyndingu

Það skiptir miklu máli að stilla kyndingu og loftræstingu eftir þörfum, t.d. með réttu rakastigi, til að spara orku og vernda húsið: Þannig má koma í veg fyrir myndun myglu og raka.
Meira

Tengibúnaður fyrir gögn og samskipti

Á öllum heimilum er þörf á tengjum fyrir net, síma, sjónvarp eða hvers kyns rafrænan gagnaflutning. Gira gerir kleift að samræma útlit þessa búnaðar við rofalínurnar.
Meira

Keyless In

Keyless In-vörur eins og talnalás, fingrafaralesari og merkissvari í Gira dyrasímakerfinu bjóða upp á lyklalausan aðgang að húsum og herbergjum.
Meira

Raflagnir utandyra

Ljós- og tenglasúlur, hreyfiskynjarar og rofalínur með vatnsvörn. Hjá Gira fást fjölmargar vörur með margvíslegum eiginleikum fyrir garðinn, hlið í heimkeyrslum og önnur svæði utandyra.
Meira

Reykskynjari

Reykskynjararnir frá Gira bjarga lífum með því að vara við áður en reykmagn í lofti verður hættulegt.
Meira

Hljómtæki

Innfellda RDS-útvarpið frá Gira býður upp á fjölda eiginleika sem auka þægindi á heimilinu. Með Gira tengikvínni er hægt að tengja ytri hljómtæki við RDS-útvarpið frá Gira eða við önnur hljómtæki.
Meira

Hússtjórnunarkerfi

TOP